Fréttir
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013
 • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013

Nærri 200 sóttu rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

fjöldi áhugaverðra erinda auk 18 veggspjalda

11.11.2013

Hátt í 200 manns fylgdust með áhugaverðum erindum á 12. rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu 8. nóvember. Ráðstefnan nýtur sífellt meiri vinsælda. 

Að þessu sinni voru haldin 18 erindi og að vanda var efni þeirra afar fjölbreytt. Erindin eru einungis hluti þeirra verkefna sem unnin eru fyrir tilstuðlan rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar. Fjallað var meðal annars um jafn ólík rannsóknarverkefni og um vetrarblæðingar, hönnunarleiðbeiningar fyrir brýr, eignastýringu vegakerfisins, landlíkanagerð með fjarstýrðri flugvél, umferðarmerki, innlendan saltpækil til hálkuvarna, hagkvæmni og ávinning metanframleiðslu á landsbyggðinni, snjókort og skafrenningsspár, mannlíf á Tröllaskaga fyrir og eftir Héðinsfjarðargöng, áætlunaflug innanlands og þróun nýrrar slitsterkrar steinsteypu til að nefna nokkuð. 


Þá hafa aldrei fleiri rannsóknaverkefni verið kynnt á veggspjöldum en þau voru 16 talsins í ár. Nefna má verkefni einsog áhrif sjávar á blöndun og ísbráðnun í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, ástandsvöktun brúa, bræðsluborun í sigketil í Kötlu, eyðingu skógarkerfils, fleytitíð, flóðahandbók, námuvef, notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða, umhverfisvænt sementslaust steinlím, veggirðingar, vegslóða og þróun rennslislyklahugbúnaðar fyrir almenna notkun.

Þetta sýnir að Vegagerðin og rannsóknir styrktar af rannsóknarsjóðnum snerta mörg mismunandi svið mannlífsins á Íslandi. Rannsóknirnar snúa að samfélaginu, vegunum, mannvirkjunum, náttúrunni og umferðinni.

Dagskrána má finna hér og er þar einnig að finna ágrip nokkurra erinda og innan skamms verða allar glærur frá fyrirlestrunum einnig þar að finna sem og veggspjöldin 16.