Fréttir
  • Umferðin í Reykjavík jókst í júlí
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, með spá út árið
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum

Mun meiri akstur í október

aksturinn á höfuðborgarsvæðinu meiri en búast mátti við

4.11.2013

Á höfuðborgarsvæðinu jókst aksturinn í október um 2,6 prósent eða um mun meira en búast mátti við. Miðað við 10 fyrstu mánuði ársins þarf að leita aftur til ársins 2007 til að sjá jafnmikla aukningu. Einnig var aukning á Hringveginum, sjá eldri frétt.

Milli októbermánaða 2012 og 2013
Áætlað er að aksturinn hafi aukist um 2,6% milli októbermánaða.  Þetta er heldur meiri aukning en búast mátti við í þessum mánuði. Gert hafði verið ráð fyrir að aksturinn myndi aukast um 1% en raunin varð 2,6%. Ekki er að sjá að október árið 2012, hafi verið hlutfallslega lítill eins og á Hringveginum, (sjá frétt frá því á föstudag), því gæti orsök þessarar miklu aukningar verið hagstæð tíð og ef til vill bati í hagkerfi höfuðborgarsvæðisins.

Tímabilið frá áramótum milli 2012 og 2013
Nú er áætlað að aksturinn hafi aukist um 2,8%, frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má þessi þrjú mælisnið.  Þetta er mesta aukning miðað við árstíma síðan árið 2007. 

Horfur út árið 2013
Eins og á Hringveginum þarf nokkuð mikið til svo að aksturinn aukist ekki hið minnsta um 2,5% miðað við árið 2012 og gæti alveg farið í 2,8%, ef umferðin hegðar sér svipað og í meðalári, næstu tvo mánuði.