Fréttir
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk
  • Álftarnesvegur-skemmdarverk

Skemmdarverk unnin á vinnuvélum

vegna vinnu við Álftanesveginn um helgina

28.10.2013

Skemmdarverk voru unnin á sex vinnuvélum verktaka á vinnusvæði nýs Álftanesvegar um helgina. Grjóti var troðið í púströr tveggja véla og sandur og möl í eldsneytistanka sex véla.


Um er að ræða eina jarðýtu, þrjár gröfur og tvær búkollur. Í fyrstu var talið að um fimm vinnuvélar væri að ræða en átt hefur verið við sex vélar. Ekki er fullvíst hvort sandur og möl hafi komist í eldsneytistankana eða hvort skemmdarvargarnir hafi látið líta út fyrir að það hafi verið verið gert. Það breytir því ekki að tappa þarf af tönkunum og hreinsa þá. Þá þarf að losa og hreinsa púströrin sem átt var við.

Undir hádegi var búið að koma einni vél í gang og reiknað er með, ef ekkert kemur upp á að allar vélar verði klárar í vinnu um miðjan dag.

Lögregla var kölluð til í morgun og rannsakar hún málið en ljóst er að skemmdarverkin hafa verið unnin um helgina.

Hraunavinir hafa líst því yfir í fjölmiðlum að þeir hafi ekki staðið fyrir þessum verknaði.