Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Kynningar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

fyrirtæki geta kynnt sig á ráðstefnunni

18.10.2013

Fyrirtækjum gefst kostur á að kynna sig á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður í Hörpu 8. nóvember næstkomandi. 

Rannsóknaráðstefnan er haldin í 12 sinn og nú gefst tækifæri fyrir fyrirtæki að kynna sig óski þau eftir því.

Kostnaður er  20 þúsund fyrir 3m2  (1x3 metra) og 15 þúsund fyrir 2m2 (1x2 metra). Áhugasamir hafi samband við Láru B. Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík (lara@congress.is, s. 585 3904).

Mikill áhugi hefur verið á rannsóknaráðstefnunni undanfarin mörg ár og geta áhugasamir skráð sig hér á vef Vegagerðarinnar.