Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu með spá út árið

Minna ekið á höfuðborgarsvæðinu

umferðin dregst saman í september

1.10.2013

Þrátt fyrir heldur minni umferð á höfuðborgarsvæðinu í september í ár miðað við september í fyrra reiknar Vegagerðin með því að umferðin aukist á árinu í heild um 2,5 prósent. 

Milli mánaða
Áætlað er að heldur minni umferð hafi verið innan höfuðborgarinnar í nýliðnum september mánuði miðað við sama mánuð á síðasta ári, eða 1,1% minni.  Búist hafði verið við því að umferð ykist í sept. miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Ástæða þess að áætlanir stóðust ekki gætu hafa verið þær að bilanir (rauðlitaður texti í töflu talnaefnis) hafa verið í teljurum á höfuðborgarsvæðinu sem gert spár óáreiðanlegri.


Frá áramótum milli ára 2012 og 2013
Það sem af er áætlað að umferð hafi aukist um tæp 3% á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta mesta aukning miðað við árstíma síðan árið 2008, í þessum mælisniðum.


Horfur út árið
Horfur út árið 2013 hafa aðeins dregist saman miðað við síðustu frétt vegna minni umferðar í september en búist hafði verið við.  Nú er gert ráð fyrir um 2,5% aukningu í umferð innan höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2013 borið saman við árið 2012.