Fréttir
  • Umferðin eftir árum, spá út árið 2013
  • Umferðin eftir mánuðum

Mun meiri umferð í september

á Hringveginum

1.10.2013

Töluvert mikil aukning var í umferð í september á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum, þannig jókst umferðin um 4,6 prósent frá sama mánuði í fyrra. Ekki hefur sést jafnmikil aukning í umferð fyrstu níu mánuðina síðan árið 2007.

Milli mánaða 2012 og 2013
Mikil aukning varð í umferð milli septembermánaða eða 4,6%. Þetta er um einu prósentustigi meira en búast mátti við og er mesta aukning milli septembermánaða síðan árið 2006
.
Umferðin jókst í öllum landshlutum en mest á Austurlandi eða um 12,2% og minnst á Suðurlandi eða um 3%.

Uppsafnað það sem af er ári miðað við síðasta ár:
Umferðin hefur nú aukist um 3,5% það sem af er ári miðað við síðasta ár. Slík aukning á þessum tíma árs hefur ekki sést síðan árið 2007.

Frá áramótum hefur umferðin aukist í öllum landssvæðum, mest á Austurlandi eða um 12% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið og um Norðurland eða um 3% á báðum stöðum.
Horfur út árið 2013
Samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar má búast við talsverðri aukningu í þeim mánuðum sem eftir lifir árs. Eins og áður hefur komið fram, í eldri fréttum af umferð, er ástæða þeirrar spár um aukningu sú að lítil umferð var haustið 2012. Telja verður þó að veðurfar ráði hér mestu um hver endanleg útkoma verður.  Verði sæmilegt haust veðurfarslega eða í meðallagi gott má búast við að umferðin um 16 lykilteljara á Hringvegi aukist um tæp 4% í ár miðað við árið 2012.  Þetta yrði þá í fyrsta sinn síðan árið 2009 að umferð eykst á milli ára yfir þessi 16 teljarasnið á Hringveginum.

Með vísan til nýrrar langtímaumferðarspár Vegagerðarinnar gæti meira en 5% aukning í umferð á milli ára verið vísbending um ofhitnun í hagkerfi landsins. Hinsvegar, gefi þessi þróun á Hringveginum vísbendingu um að umferð á öllu landinu muni aukast í samræmi við 16 lykilteljara stefnir í umferðaraukningu sem er vel innan þeirra marka.