Fréttir
  • Frá framkvæmdum við Álftanesveg

Framkvæmdir við Álftanesveg halda áfram 

Yfirferð á tilhögun verksins

27.9.2013

Skýrt kom fram hjá innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, á fundi með Vegagerðinni, Garðabæ og mótmælendum lagningar Álftanesvegar að framkvæmdum yrði ekki frestað eða við þær hætt.

Hins vegar mun verktakinn á næstunni vinna við aðra verkþætti en vegagerð í  ósnertu hrauni. Ráðherra fól Vegagerðinni að ræða framangreinda breytingu á tilhögun framkvæmdarinnar við verktakann og kynna fyrir fulltrúum náttúruverndarsamtaka í næstu viku.

Fulltrúar Garðabæjar sögðu alveg ljóst að skipulagi yrði ekki breytt þannig að nýi vegurinn yrði fluttur úr hrauninu í núverandi vegstæði.