Fréttir
  • Álftanesvegur

Engin breyting á vegsvæðinu í landi Selskarðs

árétting vegna fréttar

27.9.2013

Lagning nýs Álftanesvegar felur ekki í sér neina breytingu á vegsvæðinu í gegnum land Selskarðs. Þar liggur vegurinn á nákvæmlega sama stað og hann gerir í dag. 

Þótt á einhverjum stigum málsins hafi verið litið til annarra veglína er þessi óbreytta veglína um land Selskarðs sú sem er að finna í gildandi skipulagi Garðabæjar. Nýr vegur breytir því í engu stöðu mála í landi Selskarðs frá því sem hefur verið síðan núverandi vegur var lagður.