Fréttir
  • Jökuldalsvegur (923)

Jökuldalsvegur (923) um Hrafnkelsdal - Matsskýrsla

Matsskýrsla var unnin á grundvelli frummatsskýrslu.

27.9.2013

Vegagerðin lagði fram matsskýrslu fyrir Jökuldalsveg (923) um Hrafnkelsdal, Fljótsdalshéraði þann 15. ágúst 2013. Þá var óskað eftir því við Skipulagsstofnun að matsskýrsla yrði tekin til meðferðar hjá stofnuninni í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Matsskýrsla var unnin á grundvelli frummatsskýrslu. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra. 

Þann 23. september 2013 gaf Skipulagsstofnun rökstutt álit sitt á því að skýrslan uppfyllti skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim og að umhverfisáhrifum væri lýst á fullnægjandi hátt. Í áliti Skipulagsstofnunar er gert grein fyrir helstu forsendum matsins, þ.m.t. gildi þeirra gagna sem liggja til grundvallar matinu, og niðurstöðum þess. Jafnframt er í álitinu fjallað um afgreiðslu framkvæmdaraðila á þeim athugasemdum og umsögnum sem bárust við kynningu á frummatsskýrslu.

Skipulagsstofnun hefur kynnt álit sitt fyrir umhverfisráðherra, framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum, svo og þeim sem gerðu athugasemdir við frummatsskýrslu á kynningartíma. Álit Skipulagsstofnunar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar