Fréttir
  • Umhverfis-og-öryggishandbók

Handbók um umhverfis- og öryggismál

fyrir verktaka og þjónustuaðila Vegagerðarinnar

26.9.2013

Í tilefni af yfirstandandi fyrstu öryggisviku Vegagerðarinnar gefur stofnunin nú út í fyrsta sinn handbók um umhverfis- og öryggismál fyrir verktaka sína og aðra þjónustuaðila. 

Hlutverk bókarinnar er að veita upplýsingar um kröfur sem Vegagerðin gerir í umhverfis- og öryggismálum.

Handbókin er ekki tæmandi lýsing því sem viðkemur þessum málum, heldur er oft vísað til ítarefnis. 

Vegagerðin vonar að handbókin muni stuðla að því að allir komi ávallt heilir heim að vinnudegi loknum. 

Handbókina er að finna undir "Upplýsingar og útgáfa", þar sem smellt er á "Leiðbeiningar og reglur" hér.

Ábendingar fyrir næstu útgáfu eru vel þegnar og má senda þær til gæðadeildar Vegagerðarinnar eða til mbs@vegagerdin.is.