Fréttir
  • Núverandi Álftanesvegur

Hraunavinir alltaf velkomnir á fund

Voru boðnir velkomnir í Vegagerðina í dag

24.9.2013

Mótmælendur í Garðahrauni voru boðnir velkomnir á fund hjá Vegagerðinni í dag. Það er ekki rétt að beiðnir mótmælenda um fund hafi verið hundsaðar. Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur með stórum hópi mótmælenda í húsakynnum Vegagerðarinnar.

Ekki þekktust mótmælendur boð um fund í dag, þriðjudag, en á fundinum á miðvikudaginn í síðustu viku var farið yfir mismunandi sjónarmið. Ólíklegt er að ný yfirferð breytti miklu þar sem afstaða aðila hefur ekki breyst á þessum fáu dögum.

Vegagerðin fór í gær yfir sín sjónarmið meðal annars í þessari frétt hér á heimasíðunni.