Fréttir
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa
  • Frá opnun hjóla- og göngubrúa yfir Elliðaárósa

Hjóla- og göngubrýr opnaðar

brýr yfir Elliðaárósa og göngustígar formlega opnaðir

21.9.2013

Fjölmenni mætti til að vígja formlega hjóla- og göngubrýr yfir Elliðaárósa fyrir hádegi laugardag. Brýrnar og stígarnir sem þeim tengjast eru liður í stærra kerfi á höfuðborgarsvæðinu og greinilega þegar komnir í mikla notkun.


Brýrnar og stígarnir á Geirsnefi eru samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar þar sem hvor aðili greiðir helminginn af kostnaðinum. Brýrnar og stígarnir ásamt hönnun þeirra kostaði um 250 milljónir króna. Í morgun áður en að hinni formlegu opnun kom mátti sjá að nú þegar hafa Reykvíkingar nýtt sér mannvirkin í stórum mæli miðað við þann fjölda gangandi, hlaupandi og hjólandi sem fóru um.

Brýrnar eru 4,5 m breiðar, þær eru 36 m langar og burðarvirki þeirra er 18 m hátt. Haldin var samkeppni um um gerð þeirra í desember 2011 í samvinnu við félög arkitekta og verkfræðinga. Höfundar vinningstillögunnar voru frá Teiknistofunni Tröð, þau Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir, arkitektar, sjá frétt.

Fjölmargir mættu auk þess til að vera við opnunina sjálfa svo sem sjá má á myndunum með fréttinni. 

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs vígðu mannvirkin með því að hjóla yfir brýrnar. Hreinn sagði við þetta tilefni að í samgöngumálum væru breyttir tímar þar sem aukin áhersla væri lögð á fjölbreytta samgöngumáta einsog hjólreiðar og almenningssamgöngur. Vegagerðin tæki þátt í því á höfuðborgarsvæðinu og í auknum mæli um land allt.