Fréttir
  • Umferðin

Mikil aukning á akstri yfir Hellisheiði

Umferðin jókst mikið austur yfir heiði um verslunarmannahelgina og enn meira í síðustu viku (helgi)

13.8.2013

Umferðin austur um verslunarmannahelgina var nærri 12 prósentum meiri en árið áður og umferðin í síðustu viku reyndist enn meiri eða nærri 27 prósentum meiri en í sömu viku í fyrra.

Hellisheiði

Verslunarmannahelgin: Mikil umferðaraukning varð um Hellisheiði yfir verslunarmannahelgina (fimmtudagur - mánudags) nú í ár borið saman við sömu helgi árið 2012, eða aukning upp á tæp 12 prósent. Aukningin mælist mikil alla dagana en þó lang mest á föstudeginum eða rúmlega 18 prósent.

Umferðin yfir Hellisheiði














Síðasta vika: Enn meiri aukning átti sér stað um síðustu viku, eða sem nam tæplega 27 prósentum.  Þetta verður að teljast gríðarleg mikil aukning yfir eina viku og sú lang mesta það sem af er sumri í þessum mælipunkti. Aukningin mælist alla daga en athygli vekur hversu mikil aukningin er yfir síðustu helgi og má segja að þar hafi mælst tæplega tvöfalt meiri umferð en á síðast ári.  Að svo stöddu er Vegagerðinni ekki kunnugt um hugsanlegar skýringar á þessari miklu aukningu aðra en þá að e.t.v. hafi umferðin verið óvenju lítil á sama tíma á síðasta ári og óvenju mikil á þessu ári.

Umferð um Hellisheiði hefur aukist um 2,2 prósent, það sem af er sumri, mest á laugardögum eða um tæplega 5 prósent.

Umferðin yfir Hellisheiði















Hvalfjörður

Verslunarmannahelgin: Umferð um Hvalfjarðargöng dróst saman um tæp 2 prósent yfir verslunarmannahelgina nú í ár borið saman við sömu helgi árið 2012. Samdráttur mældist á fimmtu-, sunnu-, og mánudegi en aukning varð á föstu-, og laugardegi. Mest dróst umferð saman á milli mánudaga eða um rúmlega 10 prósent en jókst aftur á móti mest á milli laugardaga eða um tæp 8 prósent.


Umferð um Hvalfjarðargöng














Síðasta vika: Lítilsháttar aukning varð um Hvalfjarðargöng í síðustu viku eða um rúmlega 1 prósent. Tæplega 7 prósenta aukning varð yfir helgina (föstudagur - sunnudagur) en rúmlega 3 prósenta samdráttur á virkum dögum (mánudagur - fimmtudags).

Umferð undir Hvalfjörðinn hefur aukist um 2,4 prósent, það sem af er sumsi. Líkt og yfir Hellisheiði hefur umferðin aukist mest yfir laugardaga eða um rúmlega 4 prósent.


Umferð um Hvalfjarðargöng














Árétting
Rétt er að vekja athygli á að allar umferðartölur fyrir árið 2013 eru órýnd gögn sem gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð t.d. ef síðar uppgötvast bilun í búnaði.