Fréttir
  • Umferðin í Reykjavík jókst í júlí
  • Samanlagt á höfuborgarsvæðinu
  • Spá fyrir árið 2013 á höfuðborgarsvæðinu

Töluvert meiri akstur á höfuðborgarsvæðinu í júlí

Aukningin frá sama mánuði í fyrra nemur 4,3 prósentum

2.8.2013

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í júlí eða um 4,3 prósent rétt einsog aksturinn á Hringveginum sem jókst um 3,7 prósent. Sjá eldri frétt. Miðað við þessar tölur spáir Vegagerðin því nú að aksturinn á höfuðborgarsvæðinu geti aukist um rúm 3 prósent í ár. Reiknað er nú með að aksturinn á Hringveginum geti aukist um 3-4 prósent. 

Milli mánaða:
Vegna bilunar í búnaði Vegagerðarinnar er ekki hægt að segja til um það með fullri vissu en áætla má að akstur á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um 4,3 prósent í nýliðnum mánuði borið saman við sama mánuð árið 2012.  Gert er ráð fyrir að umferðin hafi aukist í tveimur mælisniðum Vegagerðarinnar af þremur.

Milli ára:
Áætlanir ganga út frá því að aksturinn, yfir mælisniðin þrjú, hafi aukist um 3,7% frá áramótum. Þetta er jákvæðasta staða miðað við árstíma síðan metárið 2008.

Horfur út árið
Hegði umferðin sér með venjubundnum hætti er gert ráð fyrir að akstur innan höfuðborgarsvæðisins geti aukist um 3 prósent árið 2013 miðað við árið 2012.