Fréttir
  • Hvalfjarðargöng

Aukin umferð um Hvalfjarðargöng en minni um Hellisheiði

Umferðin í fjórðu viku í júli, aukning um Hvalfjarðargöng en minni umferð um Hellisheiði

29.7.2013

Umferðin af höfðuðborgarsvæðinu jókst um 7 prósent um Hvalfjarðargöng í fjórðu viku í júlí en dróst saman um Hellisheiði um hálft prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Hellisheiði
Minni umferð var austur yfir fjall, út frá höfuðborgarsvæðinu, í síðustu viku borið saman við sömu viku árið 2012 eða sem nemur 0,5 prósentum.  Skiptir þá miklu að helgarumferðin, að meðtöldum föstudegi, var 4,5 prósentum minni en á síðasta ári. Hins vegar var umferðin frá mánudegi til fimmtudags 3,4 prósentum meiri.

Það sem af er júlí hefur umferðin dregist saman um 2,5 prósent, yfir Hellisheiði, miðað við síðasta ár.

Hellisheiði fjóra júlívikan


Hvalfjörður
Mun meiri umferð var hinsvegar um Hvalfjarðargöng í nýliðinni viku, júlímánaðar, borið saman við sömu viku síðasta árs eða um 7 prósent.  Umferðin jókst bæði um helgar og virka daga eða um 6,3 prósent um helgar en aðeins meira um virka daga eða um 7,6 prósent.

Það sem af er júlí hefur umferðin um Hvalfjarðargöng aukist um 3,6 prósent.


Hvalfjörður fjóra júlívikan