Fréttir
  • Umferð um helgi

Umferðin úr borginni tekur við sér

gríðarleg aukning á umferðinni á laugardögum

23.7.2013

Umferðin um Hellisheiði og Hvalfjarðargöng tók kipp í síðustu viku og sérstaklega jókst umferðin á laugardaginn 20. júlí miðað við sama laugardag árið 2012.

Hellisheiði
Talsvert meiri umferð var um Hellisheiði, þriðju vikuna í júlí borið saman við sömu viku á síðasta ári eða tæplega 7 prósenta meiri umferð.  Ef föstudagar eru flokkaðir til helgarumferðar þá varð 15,5 prósenta aukning á milli helga þar sem föstudagarnir voru eins á milli ára en gríðarleg aukning átti sér á laugardeginum eða  tæplega 30 prósenta aukning og rúmlega 23 prósent á sunnudeginum.
Umferðin dróst hins vegar lítillega saman á virkum dögum eða um 0,2 prósent.

Þar sem umferðin hafði dregist mikið saman fyrstu tvær vikurnar í júlí hefur umferðin frá júlí byrjun dregist saman um tæp 5% yfir Hellisheiði miðað við sömu vikur á síðasta ári,

Hellisheiði 3 vikur af júlí
Hvalfjarðargöng 
Í sömu viku jókst umferðin um Hvalfjarðargöng um sama hlutfall og um Hellisheiði borin saman við sömu viku árið 2012. Umferðin um helgar jókst einnig svipað og um Hellisheiði eða um 14 prósent en um 1,2 prósent á virkum dögum.  Umferðin um Hvalfjörðinn jókst mest á laugardaginn var eða um 22,5 prósent en heldur minni aukning varð aðra daga.

Það sem af er júlí hefur orðið um 2% aukning í umferð um Hvalfjörðinn miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Hvalfjörður 3 vikur af júlí