Fréttir

Opið í Kjálkafirði -- ekki útlit fyrir að það breytist

ólíklegt er að til þess komi að aftur þurfi að loka

30.5.2013

Að gefnu tilefni vill Vegagerðin taka fram að Vestfjarðavegurinn (60) er opinn í Kjálkafirði og það er ekki útlit fyrir annað en að hann haldist opinn. Framhlaupið hefur stöðvast, vel er fylgst með því en ekki talin hætta á það fari af stað.

Vegurinn er því opinn og Vegagerðin telur litla sem enga hættu á ferðum en fylgist eigi að síður grannt með.