Fréttir

Merking vinnusvæða – síðasta námskeiðið fyrir sumarið

Námskeið í merkingu vinnusvæða hjá Opna háskólanum í HR

28.5.2013

Námskeiðið "Merking vinnusvæða" verður haldið í Opna háskólanum í HR 6. - 7. júní næstkomandi. Námskeiðið er 16 klst námskeið  fyrir verkkaupa, hönnuði og eftirlitsmenn sem á einn eða annan hátt vilja koma að undirbúiningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja.

Þeir sem koma að þessum verkum þurfa að hafa sótt námskeiðið og lokið prófi samkvæmt reglugerð sem á sér stoð í umferðarlögum.  

Árið 2009 var gefin út reglugerð nr. 492/2009 með stoð í Umferðarlögum um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við vegi. Þar var m.a. kveðið á um að Vegagerðinni væri falið að skrifa nánari reglur um útfærslu og framkvæmd vinnusvæðamerkinga. Í reglunum eru strangar kröfur um þekkingu og réttindi þeirra sem koma að þessum málum. Þar kemur fram að allir sem koma að þessum málum frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg og þeir verktakar, hönnuðir og eftirlitsmenn sem tengjast verkefnum á þeirra vegum þurfa að hafa sótt námskeiðið Merking vinnusvæða og lokið prófi eins og gerðar eru kröfur um í umræddum reglum.

Leiðbeinendur: Björn Ólafsson og Ingvi Árnason stjórnendur hjá Vegagerðinni og stundakennarar við tækni- og verkfræðideild HR. Jóhann Christiansen kennir einnig 2 klukkustundir á námskeiðinu.

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram fimmtudaginn 6. júní og föstudaginn 7. júní milli kl. 8:30 og 16:30 í Opna háskólanum í HR.

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðið Merking vinnusvæða.

 

Nánari upplýsingar: Hrafnhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR, tölvupóstur:hrafnhildursig@hr.is , sími 599-6358.