Fréttir
  • Vorboðar á Íslandi í Hvalfirðinum

Mótorhjólin eru mætt á göturnar!

einn af óskeikulum vorboðum

7.5.2013

Einn af okkar ágætu vorboðum eru mótorhjólin. Reikna má með verulegri aukningu mótorhjóla á götum og vegum landsins á næstu dögum og vikum. Því vill Vegagerðin benda á að víða er lausmöl og sandur á vegum eftir veturinn og gæta þarf sérstakrar varúðar. Bent er einnig á að klæðingar frá fyrra hausti geta verið lausar í sér.

Vegfarendur, vinsamlegast sýnið varkárni!