Fréttir
  • Ný brú yfir Múlakvísl

Tölvugerð mynd af brú yfir Múlakvísl

Senn líður að útboði nýrrar brúar

23.4.2013

Í næstu viku verður auglýst útboð nýrrar brúar yfir Múlakvísl sem kemur í stað brúarinnar sem skemmdist í jökulhlaupi sumarið 2011.

Unnið hefur verið tölvugert myndband sem sýnir hvernig hin nýja brú kemur til með að líta út.

Um nýja brú:

Ný brú yfir Múlakvísl er tæpum 300 m austan við bráðabirgðabrúna, sem byggð var árið 2011. Nýja brúin verður eftirspennt bitabrú í sex höfum, 162 m löng. Haflengdir verða 16 m, 43 m, 44 m, 43 m og 16 m. Brúin verður með 9 m breiðri akbraut og með 0,5 m breiðum bríkum, breidd alls 10 m. Brúin er í planboga með 7.000 m radía: Þverhalli brúargólfs 3,5 %. Lóðrétt veglína yfir brúna er í háboga með 8.600 m radía. Brúin er grunduð á 14-19 m löngum steyptum niðurrekstrarstaurum. Búið er að reka niður staurana.

 

Frekari umfjöllun verður í Framkvæmdafréttum sem koma út á mánudag 29. apríl og verða aðgengilegar í lok vikunnar hér á vef Vegagerðarinnar.

 

Myndbandið:

Ný brú yfir Múlakvísl