Fréttir
  • Norðfjarðargöng koma í stað Oddskarðsins

Tilboð í gerð Norðfjarðarganga opnuð 16. apríl

frestað um eina viku

5.4.2013

Tilboð í byggingu Norðfjarðarganga verða opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík 16. apríl nk. Fresta hefur þurft opnuninni um viku vegna óska Landsnets  um að gert yrði ráð fyrr að síðar yrði hægt að leggja háspennustreng í gegnum göngin.

 

Beiðnin barst meðan útboðsgögn voru í prentun en Vegagerðin taldi sjálfsagt að verða við þessum óskum en það þurfti að breyta hönnun sem var þó nokkuð mál og senda út viðbótargögn og því þótti rétt að gefa bjóðendum lengri skilafrest. Þetta verður gert með því að leggja ídráttarrör eftir endilöngum göngunum. Landsnet greiðir allan kostnað sem af þessu hlýst.