Fréttir
  • Starfsmenn gefa páskaegg

Starfsmenn gefa páskaegg

Fjölskylduhjálp tók við 46 eggjum

26.3.2013

Starfsmenn Vegagerðarinnar urðu við ákalli Fjölskylduhjálpar og söfnuðu páskaeggjum fyrir þessa páska en það er ekki sjálfgefið að öll börn á Íslandi fái páskaegg.

Starfsmenn gáfu beint í söfnun eggjanna ríflega 20 egg og starfsmannafélagið í miðstöð bætti ríflega öðru eins við þannig að Fjölskylduhjálpinni var afhent 46 egg í gær mánudag. Voru menn þar á bæ himinlifandi með árangurinn en fram að því hafði Fjölskylduhjálpinni borist um 100 egg.

Starfsmannafélagði brást við þesssari ósk Fjölskylduhjálparinnar:

Hjálpum Fjölskylduhjálp að safna páskaeggjum fyrir börnin!

Það er ekki sjálfgefið að börn á Íslandi fái páskaegg til að njóta og gleðjast yfir á páskunum.

Margar fjölskyldur eiga í miklum erfiðleikum og aukalegur kostnaður eins og að kaupa páskaegg handa börnum sínum er ekki í myndinni hjá svo alltof mörgum.

Það er auðvelt fyrir mörg okkar að gleðja barn.

 

Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fyrir hönd starfsmannafélagsins afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur frá Fjölskylduhjálpinni eggin.