Fréttir
  • Umferðin árið 2012

Akstur jókst í fyrra

aksturinn jókst um 1,2 prósent (0,9 ef tekið er tillit til hlaupárs)

25.3.2013

Akstur á landinu öllu, á þjóðvegakerfinu, jókst um 1,2 prósent árið 2012 miðað við árið á undan. Árið 2012 var hlaupár og því degi lengra, ef tekið er tillit til þess jókst aksturinn um 0,9 prósent. 

Umferð var reiknuð á tæplega 10 þúsund km. Í alþóðlegum samanburði er umferð á íslenskum vegum lítil, en 85 prósent af vegakerfinu er skilgreint sem umferðarlitlir vegir (low volume roads).

Nú er lokið við að reikna umferð á þjóðavegakerfið (fyrir utan héraðsvegi). Skynditalið var á gamla suðvestursvæðinu árið 2012. Á því svæði má því vænta mestra breytinga.

Akstur jókst um 1,2% milli áranna 2011 og 2012. Þess ber að geta að árið 2012 var 366 dagar og leiðir það eitt og sér til 0,3% meiri aksturs borið saman við venjulegt ár en annars hefði munurinn orðið 0,9%.

Umferð var reiknuð á 9.854 km. eða 76% af þjóðvegakerfinu.

Oft er talað um sérstöðu Íslands, í hinu og þessu, í samanburði við aðrar þjóðir. Hjá því verður ekki vikist að leiða hugann að því hvort það sé ekki enn ein sérstaða Íslands að vera með 85% af þjóðvegakerfinu undir því sem skilgreint er, skv. alþjóða stöðlum sem ,,low volume roads" eða umferðarlitlir vegir en þá er árdagsumferðin ÁDU minni er 500 bílar á sólarhring árið 2012. ÁDU er umferðin að meðaltali á dag allt árið um kring.

Einungis 66 km af þjóðvegakerfinu eru með meiri umferð en 10.000 bíla sólarhring (ÁDU).

 

 

Hér má sjá stöplarit sem sýnir hvernig þjóðvegakerfið skiptist eftir umferð:

Þjóðvegir árið 2012 

 

 

Hér fyrir neðan er tafla yfir 10 umferðarmestu vegkaflana, sem allir eru innan höfuðborgarinnar:

Tíu umferdarmestu kaflar 2012