Fréttir

Endurreisn mannvirkja við Múlakvísl - Frummatsskýrsla

15.3.2013

Vegagerðin áformar að endurreisa þau mannvirki í Mýrdalshreppi sem skemmdust í jökulhlaupi í Múlakvísl sumarið 2011 en við hlaupið rofnaði Hringvegurinn um tíma. Framkvæmdin miðar að því að endurreisa brú yfir Múlakvísl á Mýrdalsandi í sömu veglínu um 250 m austan við gömlu brúna ásamt varnargarði (5.200 m) austan árinnar ofan Hringvegar. Fyrirhugaðir varnargarðar miða að því að stýra rennsli Múlakvíslar undir brúna og verja um leið önnur mannvirki (vegi). Varnargarðarnir eru mun efnismeiri og lengri en fyrir jökulhlaupið.

Tilgangur framkvæmdar er að tryggja samgöngur um Hringveginn yfir Mýrdalssand með þeim hætti að vegamannvirki standist viðlíka álag og var í jökulhlaupinu árið 2011. Jökulhlaupið rauf Hringveginn og skapaði veruleg óþægindi fyrir vegfarendur á leið um Mýrdalsand sem og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.

Múlakvísl - frummatsskýrsla