Fréttir
  • Umferðin með spá út árið 2013
  • Samanlagt á höfuðborgarsvæðinu

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar

mikil aukning þótt ekki sé hún eins mikil og á Hringveginum

4.3.2013

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í nýliðnum ferbrúar mánuði rétt einsog reyndin var með Hringveginn. Aukningin í þremur mælisviðum Vegagerðarinnar nemur 3,3 prósentum í febrúar. Aukning varð enn meiri í janúar. 

Þannig nemur aukningin á árinu 4,8 prósentum og hefur aksturinn fyrstu tvo mánuðina á höfuðborgarsvæðinu ekki verið meiri síðan metárið 2008

Milli mánaða 2012 og 2013

Akstur innan höfuðborgarsvæðisins tekur mikinn kipp upp á við ef marka má þrjú mælisnið Vegagerðarinnar innan höfuðborgarsvæðisins. Aksturinn jókst um 3,3% milli febrúarmánaða. Áður hafði aksturinn aukist um 6,4% milli janúarmánaða. Rétt eins og á Hringveginum hefur orðið mikil aukning í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðin eykst mest á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi eða 4,3- og 4,4% en minni aukning á sér stað á Hafnarfjarðarvegi eða 0,6%.

Frá áramótum milli árana 2012 og 2013

Það sem af er ári hefur aksturinn á höfuðborgarsvæðinu um áður nefnd þrjú mælisnið aukist um 4,8% og hefur aksturinn ekki verið meiri síðan met árið 2008.

Talnaefni má finna hér.