Fréttir
  • Umferðareftirlit Vegagerðarinnar að störfum
  • Skemmd klæðing á Súðavíkurhlíð

Þungatakmarkanir - breytingar á reglum

í auknum mæli miðað við búnað flutningabíla

28.2.2013

Að ósk Vegagerðarinnar hefur reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, vegna þungatakmarkana, verið breytt þannig að tillit er tekið til sérútbúinna flutningabíla. Sérstakar kröfur og takmarkanir eru gerðar til fjaðrabúnaðar, loftþrýstings, fjölda ása og tvöfaldra dekkja og þannig er mögulegt að leyfa aukna þyngd án þess að taka aukna áhættu með vegakerfið.  

Þannig er komið til móts við flutningsaðila í landinu en Vegagerðin hefur hvatt þá til þess að útbúa bíla sína á þennan hátt til að auka endingu vegakerfsins. Er það hagur beggja.

Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007 hefur verið breytt þannig að meira tillit er tekið til búnaðar flutningabíla þegar settar eru á þungatakmarkanir, þannig að sérstaklega útbúnir bílar geta flutt þyngri farm en ella. 

Ökutæki sem eru útbúin sérstökum fjaðrabúnaði, aka með takmörkuðum loftþrýstingi í hjólbörðum og eru með einföld dekk einungis að framan brjóta vegakerfið minna niður en ökutæki sem ekki eru þannig útbúin. Því þykir rétt að taka mið af því og heimila að slík ökutæki geti ekið með þyngri farm en verr útbúnir bílar þrátt fyrir þungatakmarkanir.

Ástæður fyrir þessum breytingum eru þær að á þeim áratugum sem liðnir eru frá gildistöku núverandi reglna, hefur burðargeta vegakerfisins í heild batnað verulega og stafar nú mesta hættan á skemmdum af ásum með einföldum dekkjum sem heimild er fyrir í viðauka I í reglugerðinni og gildir á meginhluta vegakerfis landsins.

Tilgangur þungatakmarkana í dag er því fyrst og fremst að takmarka álag frá þessum ásum og því mikilvægt að hvetja í staðinn til vegvænni ökutækja og vagnlesta.

Markmiðið með þessari ákvörðun er þannig að teygja sig eins langt og hægt er til að mæta þörfum flutningageirans og um leið atvinnulífs landsins í heild án mikillar hættu á verulegum skemmdum á vegakerfinu.

Því hefur innanríkisráðuneytið að ósk Vegagerðarinnar breytt reglugerðinni í þessa veru, þ.e.a.s. þar sem sérstakar kröfur og takmarkanir eru settar varðandi fjaðrabúnað, loftþrýsting í dekkjum og þungaálag á ása með einföldum dekkjum.

 

Eftir breytingarnar:

Við 7t ásþunga

Við 10t ásþunga

Burðarflokkar