Fréttir
  • Akstur á höfuðborgarsvæðinu

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í janúar

Umferðin eykst töluvert en ekki jafnmikið og á Hringveginum

6.2.2013

Það varð 6,4 prósenta aukning á akstri, yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, milli janúarmánaða 2013 og 2012. Þetta er mesta aukning milli janúarmánaða síðan árið 2008, þegar umferðin var hvað mest innan höfuðborgarsvæðisins.

Mest eykst umferðin um Vesturlandsveg eða um heil 9 prósent, frá sama mánuði 2012.

Janúartölur sýna mikinn viðsnúning í umferð á höfuðborgarsvæðinu miðað við undanfarin ár og haldist einkenni umferðarinnar milli mánaða svipuð og verið hefur þá má búast við talsverðri aukingu á akstri innan höfuðborgarsvæðisins nú í ár. Það verður því ekki síður fróðlegt að fylgjast með framvindu næstu mánaða innan höfuðborgarsvæðisins líkt og á Hringveginum. En ítreka ber að aðeins hefur einn mánuður af árinu verið mældur, spáin verður tryggari eftir því sem fleiri mánuðir bætast við.

 

Talnaefni