Fréttir
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Skrifað undir
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni
 • Frá undirskriftinni

Skrifað undir vegna Vaðlaheiðarganga

skrifað undir við verktaka og eftirlit

4.2.2013

Skrifað var undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga og um eftirlit með framkvæmdinni á Akureyri föstudaginn 1. febrúar.

IAV hf. og Marti Contractors Lts frá Sviss áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng og hljóðaði tilboð þeirra uppá 8,853,134,474,- krónur á útboðsverðalagi í ágúst 2011. Uppreiknað nemur sú upphæð um 9,3 milljörðum króna.

Á útboðsverðlaginu var heildarkostnaður áætlaður tæpir 11 milljarðar króna sem reiknast til að vera um 11,5 milljarðar króna í dag. 

Tilboð Geotek ehf og Efla í eftirlit með framkvæmdinni hljóðaði upp á 423 milljónir króna.

Auk eftirlitsins er inni í heildarkostnaði, kostnaður við rannsóknir, undirbúning, bráðabrigðabrú, greiðslukerfi og fleiri verkþætti sem ekki eru í útboðinu.

Vaðlaheiðargöng hf. er hlutafélag í eigu Vegagerðarinnar og Greiðrar leiðar ehf. Félagið hefur það að markmiði að standa að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði, vegalagningu að þeim auk annars nauðsynlegs undirbúnings.

Vaðlaheiðargöng verða 7,5 km löng með vegskálum beggja vegna. Lengd vegskála verður 320 m. Þversnið ganganna verður 9,5 m og vegtengingar 4,1 km. Grafnir verða út um 700 þúsund m3 þar af 500 þúsund m3 Eyjafjarðarmegin. Vaðlaheiðargöng munu stytta Hringveginn um 16 km og áætluð umferð við opnun ganganna er um 1400 bílar á sólarhring.

Lánasamningurinn hljóðar upp á 8,7 milljarða en hann er án virðisaukaskatts og á verðlagi miðað við vísitölu í ágúst 2011. Aðrar tölur miðast við virðisaukaskatt en Vaðlaheiðargöng hf. munu ekki greiða virðisaukaskatt sem kemur því til frádráttar.

Vinna hefst strax við undirbúning framkvæmda en reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor Eyjafjarðarmegin en á næsta ári úr Fnjóskadal. Verklok eru áætluð árið 2016.