Fréttir
  • Vegamálastjóri og innanríkisráðherra
  • Forstjórarnir og innanríkisráðherra

Forstjórar taka við Farsýslu og Vegagerð 1. júlí nk. 

undirbúningur unninn í samvinnu við stýrihóp

25.1.2013

 

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri verður forstjóri Vegagerðarinnar, nýrrar stofnunar, frá 1. júlí næst komandi. Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri verður forstjóri Farsýslunnar frá sama tíma. Vegagerðin verður framkvæmdastofnun samgöngumála og Farsýslan stjórnsýslustofnun svo sem ákveðið var með lögum í nóvember sl.

Stýrihópur fulltrúa innanríkisráðuneytisins og stofnana sem sameining tekur til vinnur að undiirbúningi heinnar og hefur hafið það verk. 

Frétt innanríkisráðuneytisins: 

Ákveðið hefur verið að þann 1. júlí næstkmandi verði Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri fluttur í embætti forstjóra Farsýslunnar og að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri verður fluttur í embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Lög um stjórnsýslustofnun samgöngumála, Farsýsluna, og um framkvæmdastofnun samgöngumála, Vegagerðina, koma til framkvæmda þann dag en þau voru samþykkt á Alþingi 30. nóvember síðastliðinn.

Stýrihópur fulltrúa innanríkisráðuneytisins og þeirra stofnana sem sameiningin tekur til, þ.e. Flugmálstjórnar Íslands, Siglingastofnunar, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar mun stýra undirbúningi starfseminnar í samráði við forstjórana. Stýrihópurinn var myndaður í desember 2009 þegar unnið var að aðdraganda þessarar skipulagsbreytingar og er formaður hans Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

Stýrihópurinn skal gera tillögur til ráðherra um skiptingu fjárheimilda, verkefna og starfsmanna milli Farsýslu og Vegagerðar og vinna að öðrum nauðsynlegum undirbúningi hinnar eiginlegu sameiningar.