Fréttir
  • Vetrarblæðingar á Hringveginum
  • Vetrarblæðingar á Hringveginum
  • Vetrarblæðingar á Hringveginum

Vetrarblæðingar

ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur

21.1.2013

Að undanförnu hefur orðið vart við þó nokkrar vetrarblæðingar á Hringveginum mest sunnan við Blönduós, á nokkuð löngum kafla. Ekki er ljóst hvað veldur þessum blæðingum. Líklegt má þó telja að þessu valdi samspil þess að undanfarið hefur skipst á þíða og frost samhliða því að mikið hefur verið saltað og sandað. Nagladekk gætu einnig haft með þetta samspil að gera.

Allt þetta þarfnast skoðunar og rannsóknar. Atvik sem þessi eru ekki algeng en erfitt að bregðast við, ólíklegt er talið að það dugi að sanda þessi blæðingasvæði þótt það virki ágætlega á blæðingar að sumri til. En þær eru allt annars eðlis.

Vonast er til þess að þetta lagist verulega þegar líður á kvöldið og það fer aftur að kólna.

Vegfarendur sem lenda í tjóni, skemmdum á bílnum, vegna þessara blæðinga þurfa að hafa samband við Sjóvá og fylla út tjónsskýrslu og í framhaldi af því verður tekin afstaða til bótaskyldu.

Sé bíll hinsvegar verulega óhreinn vegna þess að tjara hefur sest á hann er mögulegt að fá beiðni fyrir þrifum hjá Vegagerðinni. Fara þarf á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar og láta skoða bílinn.