Fréttir
  • Umferðin 2012 uppsafnað allt árið
  • Umferðin allt árið 2012
  • Mánaðarlegar mælingar á höfuðborgarsvæðinu

Meiri umferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2012

útlit fyrir að umferð á landinu öllu standi í stað árið 2012

9.1.2013

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6 prósent árið 2012 frá því sem hún var árið 2011, miðað við þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á svæðinu. Þetta er önnur þróun en á Hringvegi þar sem mældist lítilsháttar samdráttur í umferð.

Umferðin í desember á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2,1 prósent frá fyrra ári. Umferðin í átta mánuðum af 12 jókst á svæðinu. 

Sé tekið mið af þessu og umferðinni á Hringveginum gefa tölurnar vísbendingu um að heildarumferðin á landinu árið 2012 hafi staðið í stað eða svo gott sem, það má búast við að hún verði plúsmegin við núllið þegar sú tala verður reiknuð út og rýnd.

Milli desember mánaða 2011 og 2012

Akstur yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar sýndu samtals 2,1% aukningu milli desember mánaða 2011 og 2012, sem er góðu samræmi við það sem búist var við eða 2,4%.

Á síðasta ári dróst umferðin saman um 3,7%, milli sömu mánaða. Þannig það var innistæða fyrir þessari hækkun nú í ár, ef svo mætti segja.

Milli áranna 2011 og 2012

Þegar umferðartölur fyrir áður nefnd mælisnið, hafa verið rýndar fyrir allt árið 2012 kemur í ljós 1,6% hækkun á milli ára. Þetta er önnur þróun en sjá má á Hringveginum, samanber frétt þar um.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu mældist einungis minni í mánuðunum apríl, maí, ágúst og september miðað við árið 2011. Mikil aukning varð t.d. milli júlí mánaða eða tæp um 7%. Velta má fyrir sér þessari miklu hækkun í júlí, því heyrst hafa tilgátur um að þetta gæti gefið vísbendingu um að færri höfuðborgarbúar hafi farið út á land t.d. í sumarfríinu sínu, því hafi verið fleiri bílar í umferð innan borgarinnar en venja er til í júlí, sem leiðir þá til þess að akstur eykst innan borgarmarka og dregst saman utan þeirra þ.a.l. gæti nettó aukning, á landsvísu, orðið nánast engin.

Heildarakstursaukning milli 2011 og 2012

Þegar 16 lykilteljarar á Hringvegi og 3 mælisnið á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lögð saman og vegin, gefa tölur frá þessum stöðum vísbendingar um að heildar akstur á öllu landinu standi svo til í stað en verði þó plús megin við núllið.