Fréttir
  • Víkurskarð í lok desember

Þjónustan um áramótin

Aðeins leiðir sem hafa 7 daga þjónustu verða þjónustaðar nýársdag.

27.12.2012

Upplýsingaþjónustan verður opin á gamlársdag frá kl. 06:30 og ef aðstæður leyfa til kl 13:00 en þá tekur bakvakt við. Ef álag er mikið verður símaþjónustan lengd. Unnið verður eftir snjómokstursreglunum til a.m.k. 15:00 og miðað við að mokstursmenn hafi lokið störfum og verði komnir í starfsstöð eigi síðar en kl 16:00. Ef ástand er gott gæti þjónustu lokið fyrr.

Skiptiborð Vegagerðarinnar er lokað yfir hátíðirnar og einnig fyrir hádegi á gamlársdag en þá er opið í upplýsingaþjónustunni í síma 1777. Skrifstofur Vegagerðarinnar eru ekki opnar á gamlársdag.

Á nýársdag verður upplýsingaþjónustan opin frá kl 10:00 til 12:00 en þá tekur bakvakt við.

Aðeins leiðir sem hafa 7 daga þjónustu verða þjónustaðar nýársdag.

Athugið einnig!

Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.