Fréttir
  • Umferðin í nóvermber með spá út árið
  • Umferðin í hverjum mánuði

Tíðarfarið dregur úr umferð

umferðin í nóvember með minnsta móti

3.12.2012

Umferðin á á Hringveginum, 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar, reyndist heilum 6,4 prósentum minni núna í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur mælst minni umferð í nóvember síðan byrjað var að taka þessar tölur saman árið 2005. Umferðin nú er 4,5 prósentum minni en í nóvember 2005.

Líkast til má rekja þennan samdrátt að miklu leiti til slæmrar tíðar í nýliðnum nóvember mánuði. En fram til þessa hafði minnst umferð mælst í nóvember árið 2005. Reiknað er með því að umferðin fyrir árið í heild verði svipuð og í fyrra.Milli mánaða 2011 og 2012
Vegna slæms tíðarfars í síðasta mánuði kom það ekki á óvart að, umferð um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum, skildu sýna samdrátt milli nóvember mánaða en að samdrátturinn yrði heil 6,4%, kom e.t.v. meira óvart. 

Þetta er mesti samdráttur milli sömu mánaða áranna 2011 og 2012 ef frá er talinn janúar þar sem mældist 10% samdráttur.

Frá árinu 2005 hefur einungis einu sinni áður mælst meiri samdráttur milli nóvember mánaða en það var milli áranna 2007 og 2008, en þá varð 6,6%, sjá töflu.

Samdráttur varð í öllum landssvæðum en mest dróst umferð saman á Austurlandi eða 27,5% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið eða 2,5%.

SamanburðurFrá áramótum milli áranna 2011 og 2012
Vegna þessa mikla samdráttar í nóvember hefur umferð frá áramótum nú dregist heldur meira saman en eftir að október tölur lágu fyrir eða um 0,8%.  Eins og undanfarið hefur umferð dregist mest saman á Vestur- og Norðurlandi.  Um Austurland hefur, þrátt fyrir mikinn samdrátt í nóvember, umferð aukist mest frá áramótum eða um 5,6%.

Horfur í desember 2012

Umferðin í desember á síðasta ári var óvenju lítil því er búist við því að umferðin í desember í ár verði heldur meiri nú en á síðasta ári, jafnvel um 5% meiri.  Gangi það eftir og miðað við áætlaðar tölur frá höfuðborgarsvæðinu má búast við umferðin standi í stað miðað við síðasta ár.

Talnaefni