Fréttir

Efnistaka vegna endurbyggingar Múlakvíslar - Tillaga að matsáætlun

29.11.2012

Vegagerðin auglýsir hér með tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra efnistöku í farvegi Múlakvíslar á Mýrdalssandi.

Efnistaka úr farveginum er ætluð til byggingar varnargarða og vegar vegna endurbyggingar mannvirkja við Múlakvísl sem eyðlögðust eða skemmdust í jökulhlaupi 9. júlí 2011.

Tillaga að matsáætlun er kynnt hér, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 14. desember 2012. Athugasemdir skal  senda með tölvupósti til rögnvaldur.gunnarsson@vegagerdin.is, eða skriflega til Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.

Tillaga að matsáætlun  (pdf 4,2 MB)