Fréttir
  • Samanburður höfuðborgarumferðar milli ára

Umferðaraukning milli ára á höfuðborgarsvæðinu

5.11.2012

Milli mánaða 2011 og 2012

3,8% meiri umferð varð í október á þessu ári m.v. sama mánuð árið 2011. Þetta er heldur meira en gert hafði verið ráð fyrir eftir að september tölur lágu fyrir en þá var gert ráð fyrir að um 2,2% aukning myndi verða milli október mánaða.

Aukning mælist í öllum þremur mælisniðum en mest eykst umferð um Hafnarfjarðarveg eða um 5%.

Frá áramótum:
Akstur frá áramótum er nú 1,4% meiri en fyrir sama tímabil árið 2011. Þarf að leita aftur til ársins 2008 til að finna jákvæðan mismun milli ára fyrir sama tímabil.

Horfur út árið:
Nú er gert ráð fyrir að akstur um þessi þrjú mælisnið verði um 1,4% meiri en á síðasta ári.  Þetta er 0,1% aukning frá fyrri spá.

Sé reynt að meta stöðuna út frá þessum tölum og tölum frá Hringveginum má búast við um 0,5% meiri akstur verði á landinu öllu nú í ár m.v. síðast ár. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan árið 2009 sem jákvæður mismunur mælist á milli ára á þjóðvegakerfinu.

Allur fyrirvari er þó hafður á tölum frá árinu 2012, þar sem mælingar eru órýndar.

Talnaefni.