Fréttir
  • Höfuðborgarumferðin í september
  • Umferðin í september með spá út árið

Minni umferð í september á höfuðborgarsvæðinu

umferðin í ár hefur þó aukist um 1,1 prósent

2.10.2012

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, í þremur mælisniðum, dróst saman í september um 0,9 prósent. Frá áramótum hefur umferðin hinsvegar aukist um 1,1 prósent. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mest í júlímánuði. 

Vegagerðin spári því nú, líkt og í síðasta mánuði að umferðin á höfuðborgarsvæðinu muni í ár aukast um 1,0 - 1,5 prósent.

 

Milli septembermánaða 2011 og 2012

Akstur innan höfuðborgarsvæðisins, dróst saman um 0,9% milli september mánaða. Er þetta heldur meiri samdráttur en áætlað hafði verið í útreikningum Vegagerðarinnar eftir að ágúst tölur lágu fyrir en gert hafði verið ráð fyrir að aksturinn myndi dragast saman um 0,5% milli september mánaða. Er skýringarinnar að leita í að meiri samdráttur varð á Hafnarfjarðar- og Vesturlandsvegi en gert hafði verið ráð fyrir eða 3,9% og 0,7% í stað 2,4% og 0,1%.

Frá áramótum milli 2011 og 2012

Það sem af er árs hefur akstur innan höfuðborgarsvæðisins aukist um 1,1%.

Akstur hefur einungis dregist saman í fjórum mánuðum af þeim 9, sem liðnir eru af árinu. Það sem af er ári hefur akstur aukist mest milli júlí mánaða eða um tæp 7%, sem kann að benda til þess að höfuðborgarbúar hafi farið minna út á land þetta sumarið, enda dróst umferð á Hringveginum saman um 2,5% í sama mánuði.

Horfur út árið 2012

Gert er ráð fyrir að, það sem eftir lifir árs muni akstur innan höfuðborgarsvæðis aukast lítillega. Gangi þetta eftir eru horfur svipaðar og eftir ágúst tölur þ.e.a.s. áfram er gert ráð fyrir 1,0-1,5% aukningu á akstri innan höfuðborgarsvæðisins í ár.

Talnaefni