Fréttir
  • Frá opnun tilboða í Álftanesveg
  • Frá opnun tilboða í Álftanesveg

Loftorka bauð lægst

í lagningu nýs Álftanesvegar

18.9.2012

Loftorka Reykjavík ehf átti lægsta tilboð í gerð Álftanesvegar (415), milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar. Tilboð voru opnuð í dag, 18. september. Tilboð Loftorku nam tæpum 660 milljónum króna og var 76 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 865 milljónir króna.

ÍAV hf átti næstlægsta boð upp á 746 milljónir króna, alls bárust fimm tilboð í verkið. Það skiptist í þrjá verkáfanga en skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2014. Verkið hafði áður verið boðið út en þá var hætt við útboðið vegna efnahagsástandsins.

Sjá meira um verkið og aðra bjóðendur.