Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu með spá út árið

Spá um aukna umferð á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir samdrátt í ágúst

stefnir í að umferðin verði einu til einu og hálfu prósenti meiri

4.9.2012

Vegagerðin spáir því nú að umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist í ár um eitt til eitt og hálft prósent. Mælt er í þremur mælisviðum. Þetta yrði nokkuð mikil breyting frá fyrra ári því í fyrra dróst umferðin saman um 2,5 próesnt.

Umferðin í mælisniðunum þremur dróst þó saman í ágúst eða um 0,6 prósent. En það sem af er ári hefur umferðin á svæðinu aukist um 1,4 prósent. Spáð er óbreyttri umferð á Hringveginum, sjá eldri frétt um málið.

Samantekt:

Umferð um höfuðborgarsvæðið, dróst lítillega saman milli ágúst mánaða eða um 0,6%. Mestu munar þar um að umferð um Hafnarfjarðarveg dróst saman um 3,6% og Vesturlandsveg um 1,7%. Umferð um Reykjanesbraut jókst hins vegar um 1,5% miðað við sama mánuð árið 2011.

Það sem liðið er af árinu hefur akstur innan höfuðborgarsvæðisins þó aukist um 1,4%. Þessi staða er mun jákvæðari en á sama tíma fyrir ári þegar aksturinn hafði dregist saman um 2,8% á sama tíma.

Horfur út árið eru nú þær að búist er við 1 - 1,5% aukningu í akstri innan höfuðborgarsvæðisins. Hér yrði því um talsverðan viðsnúninga að ræða, ef af verður, þegar horft er til þess að síðast ár endaði í 2,5% samdrætti.

Talnaefni