Fréttir
  • Vatnsbrotstækið

Nýtt vatnsbrotstæki notað við Borgarfjarðarbrú - myndband

nýja tækið brýtur steypt slitlagið á þess að valda titringi

3.9.2012

Vegagerðin vinnur nú að því að brjóta upp steypta slitlagið á Borgarfjarðarbrúnni sem var farið að láta á sjá og þarfnaðist viðhalds. Ekki er hægt að auka álagið á brúna með því að bæta malbiki ofan á og ekki má heldur fleyga steypuna með loftborum því slíkt veldur miklum titringi og gæti skemmt út frá sér.

Nauðsynlegt var því að fara aðrar leiðir og fengið var vatnsbrotstæki sem lýst er frekar inn í fréttinni, einnig má sjá myndband af tækinu að verki. En svo sem nafnið felur í sér brýtur tækið steypuna með vatni og veldur engum titringi og skemmir því ekkert út frá sér. 

 

Sjá myndband af vatnsbrotstækinu: 

Vatnsbrotstækið

 

Um tækið:

Vatnsbrotstæki er til að brjóta upp steypu einsog sjá má á myndunum. Vinnslubreidd er 0 – 1,5 m.   Í tækinu er vatnsspíss sem vinnur á um 1000 bar þrýstingi knúinn frá aflstöð og vatnsnotkun er 200 – 260 l/mín.

Þetta tæki getur brotið um 0,4 m³ /klst. af steypu. Tæki brýtur steypuna en skilur járnagrind eftir. Brottækið er dísilknúið beltatæki sem stjórnað er með fjarstýringu.

Aflstöð / Powerpack ( dísilvél, dæla  ofl.) 550 Kw fylgir tækinu og er í gám sem er á krókheysi sem auðveldar flutning á tækinu.  Brottækið er einnig geymt inni í gámnum þannig að þegar tækið er ekki notkun er allt geymt á einum stað.

Framkvæmdir í haust:

Verkið er unnið af brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar og nú í haust verða tekin tvö höf af 13 höfum Borgarfjarðarbrúarinnar. Báðar akreinar verða teknar. Meðan á verkinu stendur er umferðinni stýrt með ljósum um eina akrein. Um leið og skipt er um slitlagið er skipt um þennslurör og gúmmi.

Það eru brotið u.þ.b. 6 til 10 cm af steypunni og steypt u.þ.b. 10 cm lag í staðinn með leiðréttum hæðum á miðju, 8 mm langjárnum með 20 cm möskvar er skipt út fyrir 10 mm járn með 15 cm möskva. Skipt er um þennsluraufaeiningar

Hafist verður handa aftur við verkið á næsta ári, næsta vor en frekari tímasetningar liggja ekki fyrir að sinni. En verklok á þessum áfanga núna er áætluð 15. október. Starfsmenn bera tækinu vel söguna en aðalatriði er að valda ekki skemmdum á brúargólfi eða stólpunum.

 

Svona getur tækið unnið til að brjóta steypu:

Vatnsbrotstækið

 

Brottækið:

Vatnsbrotstækið

 

Vatnsbrotstækið

Brottækið í gámi:

Vatnsbrotstækið

 

Aflstöðin í gámi:

Vatnsbrotstækið