Fréttir
  • Uppsafnaður akstur í ágúst 2012
  • Umferðin í ágúst ásamt spá út árið

Aukning í ágúst, stefnir í sömu umferð í ár og í fyrra á Hringveginum

má þó búast við aukningu umferðar á sjálfu höfuðborgarsvæðinu

3.9.2012

Umferðin í ágúst á Hringveginum, 16 lykilteljurum, jókst um tæpt prósent samanborið við ágústmánuð í fyrra. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 0,2 prósent, þrátt fyrir að aukning hafi orðið á umferðinni í flestum mánuðum. Það skýrist af samdrættinum í júlí en þann mánuð er umferðin hvað mest.

Vegagerðin spáir því nú að umferðin árið 2012 verði sú sama og árið 2011 á Hringveginum. Útlit er fyrir að umferðin verði heldur meiri í ár en í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Því er líklegt að heildarakstur á landinu öllu árið 2012 verði lítilsháttar meiri en í fyrra.

Umferð hefur nú aukist í sex mánuðum af átta sem liðnir eru af árinu.

Milli mánaða:

Minniháttar aukning varð á umferð um 16 lykilteljara á Hringveginum í ágúst miðað við sama mánuð 2011, eða 0,7%. Mestu munar þar um 15,2% aukningu um Austurland og 7,3% aukningu um Norðurland en 1% samdráttur varð á Hringveginum um höfuðborgarsvæðið og 0,4% samdráttur á Hringveginum um Suðurland.

Umferð í ágúst dróst saman á þremur svæðum af fimm sem Hringvegurinn liggur um, sjá nánar töflunni hér á síðunni. Mest dróst umferð saman á Hringvegi um höfuðborgarsvæðið eða um 1%. Aftur á móti mælist mikil aukning um Norðurland eða 7,3% og um Austurland heil 15,2%.

Frá áramótum:

Þrátt fyrir að umferð hafi aukist í flestum mánuðum það sem af er ári, hefur orðið minniháttar samdráttur í umferð eða 0,2%, frá áramótum. Þetta skýrist af mjög miklum samdrætti sem varð í desember og tæplega 2,5% samdrætti í júlí, þegar umferð er hvað mest, á móti því þegar umferð hefur aukist er það frekar lítil aukning ef frá er talin 4% aukning milli mars mánaða.

Mest hefur umferð dregist saman um Vesturland eða 2,7% litlu minni samdráttur mælist um Norðurland eða 2,1%. En aukning mælist um Suðurland, höfuðborgarsvæðið og Austurland, það sem af er ári.

 

SamanbAgust2012 

 

Horfur út árið:

Nú er útlit fyrir að umferð muni ekki aukast á Hringveginum í ár heldur standa í stað.

Sé hins vegar reynt að geta sér til um heildaraukningu á landinu öllu, en þá er umferð yfir þrjú mælisnið innan höfuðborgarsvæðisins tekin með (sjá nánar tölur frá höfuðborgarsvæðinu), gæti þó stefnt í 0,5% aukningu á heildarakstri þ.e.a.s. umferð innan höfuðborgarsvæðis virðist ætla að aukast um 1 - 1,5% nú í ár.

 

Talnaefni