Fréttir
  • Kjalvegur 2000-2012
  • Kjalvegur sólarhringsumferð

Umferðartoppur á Kjalvegi 2011 gengur til baka í ár

mun minni umferð í ár en samt sama umferði og undanfarin áratug 

20.8.2012

Umferðin um umferðarteljara Vegagerðarinnar á Kjalvegi sýnir að umferðin í ár stefnir í það að vera svipuð og hún hefur verið frá árinu 2001 eða um 70 bílar á sólarhring á sumrin en 25 - 30 bílar á dag allt árið. Árið 2011 er undantekning frá þessu.

Umferðin í fyrrasumar var mun meiri en áður og jókst um 26 prósent en mestu munaði um meiri umferð í lok júní og fyrri hluta júlí. Nú bregður hinsvegar svo við að umferðin minnkar í ár um 22 prósent.

Kjalvegur við Kolku

Útlit er fyrir mikinn samdrátt í umferð um hálendið ef marka má teljara á Kjalvegi við Kolku (Blöndulón). Umferð hefur dregist saman um 22% það sem af er ári miðað við sambærilegt tímabil árið 2011.

Aldrei hefur umferð dregist jafn mikið saman á milli ára frá því að talningar hófust, á þessum stað. Á hitt ber að líta að umferð sveiflast mikið á hálendinu þannig jókst hún til dæmis mjög mikið á milli áranna 2010 og 2011 eða 26%, sem er mesta aukning milli ára, fram að þessu. Þannig að umferðin virðist vera að leiðrétta sig niður í svipað og var fyrir árið 2011.

Verði niðurstaðan með þeim hætti sem nú lítur út fyrir, þá hefur umferð um hálendið í raun ekki aukist neitt heldur staðið í stað síðustu 10 árin. Þetta er áhugavert í ljósi þess að oft heyrist að umferð um hálendið sé að aukast mikið, þá er það ekki endilega svo, aukning eitt árið kann að ganga til baka strax næsta ár á eftir miðað við reynsluna undanfarin ár.