Fréttir
  • Upplýsingaskilti við Múlakvísl
  • Upplýsingaskilti við Múlakvísl
  • Upplýsingaskilti við Múlakvísl

Upplýsingaskilti við Múlakvísl

sagt frá því afreki að byggja brú á sjö dögum

17.8.2012

Upplýsingaskilti um flóðið í Múlakvísl í júlí í fyrra og hvernig brú var byggð á sjö dögum var sett upp við ána fyrr í sumar. Vegfarendur eru hvattir til að koma við og kynna sér hvað á skiltunum stendur og líta í leiðinni yfir farveg hamfaranna.

Skiltin lýsa flóðinu, sagt er frá Kötlu og viðbúnaði vegna goss. Þá er því lýst hvernig brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar og aðrir starfsmenn unnu það afrek að byggja 156 m langa bráðabrigðabrú yfir jökulfljótið á sléttum sjö dögum.

Farið er yfir hvernig fólk og bílar voru ferjað yfir ána meðan á smíðinni stóð. Einnig er gömlu og nýju brúnni líst. Jökulhlaupum er lýst og einnig því varnargarðakerfi sem upp er sett til að hafa taumhald á jökulfljótinu.

Upplýsingaskiltin eru staðsett í hlíð við hlið árinnar þannig að það sést vel yfir bráðbrigðabrúna, hlaupfarveginn og hvar ný brú verður byggð.