Fréttir
  • Hámundastaðaháls
  • Héðinsfjarðargöng
  • Múlagöng
  • Þrír staðir á sama línuritinu

Umferðin fyrir norðan minni

um verslunarmannahelgina og Fiskidaginn mikla

13.8.2012

Umferðin síðastliðinn hálfan mánuð í kringum Dalvík og um Héðinsfjarðargöng var nokkuð minni í ár en í fyrra. Umferðin er þetta 5 - 12 prósentum minni. Athygli vekur að umferðin í kringum Dalvík er álíka mikil um Fiskidaginn mikla en hún er minni dagana fyrr í vikunni. Umferðin er líka minni um Héðinsfjarðargöng en mest vikudagana fyrir helgarnar. Nema umferðin um göngin er töluvert minni Fiskidagshelgina. 

Þetta gæti bent til þess að vegfarendur hafi farið fyrr af stað fyrir þessar helgar í fyrra til að skoða hin nýju Héðinsfjarðargöng. En ekki hafi verið jafn mikill áhugi á því núna í ár að renna í gegnum göngin.

 

Hámundastaðaháls - sunnan Dalvíkur

Minni umferð var um Hámundastaðaháls, austan Dalvíkur, í kringum Fiskidaginn mikla þetta árið en varð á sama tímabili árið 2011. Vikuna í kringum Fiskidaginn mældist 5,7% minni umferð.

Mestu munar að mun minni umferð varð fyrr í vikunni þ.e.a.s. frá þriðjudegi - fimmtudags en á síðasta ári, sjá meðfýlgjandi línurit.

Í heild fóru um 1380 bílum færra sem áætla má að hafi verið um 3.600 manns færra, í báðar áttir, nú í ár miðað við síðasta ár.

Hámundastaðaháls 

 

 

Héðinsfjarðargöng

Heldur meiri samdráttur varð um Héðinsfjarðargöng fyrir sama tímabil eða um 9,5%. Þar sem verslunarmannahelgin og helgin á eftir eru stórar á Siglufirði var ákveðið að skoða lengra tímabil eða tvær vikur. Sé það allt tekið þá varð um 12,1% samdráttur um Héðinsfjarðargöng, sjá meðfylgjandi línurit.

Héðinsfjarðargöng 

 

 

Múlagöng

Þróun umferðar um Múlagöng, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, á þessu hálfsmánaðartímabili þ.e.a.s. mánudegi fyrir verslunarmannahelgina til sunnudags eftir Fiskidaginn mikla.

Á þessu tímabili mælist um 7,3% samdráttur frá árinu 2011.

Það er mun minni umferð norðan við Dalvík en sunnan við. Meðalumferðin á þessu 14 daga tímabili í Múlanum var 1237 bílar á sólarhring en sunnan við var 2508 bílar á sólarhring árið 2012. Eða rúmlega tvöfalt meiri umferð sunnan við en norðan.

Múlagöng

 

Staðirnir þrír:

Þrír staðir á sama línuritinu