Fréttir
  • Umferðin í júlí
  • Umferðin í júlí með spá út árið

Minni umferð í júlí

nokkuð minni umferð í júlí en undanfarin ár

1.8.2012

Mun minni umferð var á Hringveginum í nýliðnum júlí en undanfarin ár og hefur minni umferð ekki mælst síðan árið 2006 í 16 mælisniðum Vegagerðarinnar á Hringveginum. Umferðin í júlí reyndist 2,4 prósentum minni í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Mestu munar um samdrátt á Norðurlandi.

Hluti skýringarinnar á því kann að vera sú að samkvæmt. fyrstu tölum frá höfuðborgarsvæðinu er talsvert meiri umferð innan borgarmarkana í júlí en undanfarin ár. Vegagerðin spáir nú innan við prósents samdrætti í ár á Hringveginum og að umferðin þar verði á milli þess sem hún var árin 2005 og 2006.

 

Milli mánaða 2011 og 2012

2,4% minni umferð var nú í júlí borið saman við júlí mánuð árið 2011. Þetta er heldur meiri samdráttur en gert hafði verið ráð fyrir en mestu munar um að mikill samdráttur er í umferð um Norðurland eða um 10%. Umferð virðist aftur á móti að vera að aukast um Suðurland eftir mikinn samdrátt á því svæði árið 2011. Milli júlí mánaða jókst umferðin mest á því svæði eða um 5,7%.

Teljarar á Hringvegi við höfuðborgarsvæðið sýna aftur á móti sömu umferð og á síðasta ári.

Sé taflan hér fyrir neðan skoðuð sést að júlí mánuður hefur sýnt minni umferð ár frá ári síðan 2009, en það ár mældist mesta umferð í júlí um þessi mælisnið síðan mælingar hófust sjá einnig meðfylgjandi talnaefni.

 

Frá áramótum milli 2011 og 2012

Umferð hefur í heild, dregist lítillega saman frá áramótum eða um 0,4%, Mest virðist draga úr umferð um Norðurland eða um 4,2% en mest eykst umferð um Austurlandi eða um tæp 5%, en umferð um það svæði hafði dregist mikið saman árin 2011 og 2010, á þessum árstíma.

 

 

Samanburðartafla 

 

Horfur út árið

Svipaðar horfur eru út árið og að loknum júní mánuði. Gert er ráð fyrir svipaðri umferð nú í ár miðað við síðasta ár en þó er ekki gert ráð fyrir að umferð aukist heldur dragist lítillega saman eða frá 0 - 1%.