Fréttir
  • Samanlögð meðalumferð 1. júní - 8. júlí
  • Hvalfjörður 1. júlí - 8. júlí
  • Hellisheiði 1. júlí - 8. júlí

Töluverð aukning umferðar um Hellisheiði en ekki um Hvalfjörð

umferðin eykst austur en minnkar norður

10.7.2012

Fyrstu dagana í júlí eykst umferðin austur fyrir og yfir Hellisheiði mikið eða um 4,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar dregst umferðin enn meira saman um Hvalfjarðargöngin eða um heil sjö prósent. Meðalumferðin þessa fyrstu daga í júlí er um 1,1 prósenti minni en í fyrra.

Um Hellisheiði eykst umferðin mest á sunnudögum eða um 22 prósent en dregst saman um Hvalfjörðinn á sama vikudegi eða um 13 prósent.

Almennt

Meðalumferðin fyrstu 8 dagana í júlí 2012 er samanlagt um 1,1% minni en á síðasta ári um Hellisheiði og undir Hvalfjörðinn. Að samdráttur mælist, munar þar mestu um að umferðin fyrstu vikuna í júlí er mun minni um Hvalfjörðinn eða um 7%. Umferðin um Hellisheiði var hins vegar 4,3% yfir því sem hún var fyrstu 8 dagana í júlí á síðasta ári. Þannig að straumurinn út frá höfuðborgarsvæðinu virðist liggja í austur það sem af er sumri.

Mest dregur úr umferð á mánudögum en mest eykst umferð á laugardögum, samanber stöplaritið sem sjá má sem mynd.

Hellisheiði

Meðalumferð hvern vikudag það sem af er sumri um Hellisheiði er að meðaltali undir á mánudögum til fimmtudaga en aftur á móti yfir á föstudögum til sunnudaga, borin saman við sama tímabil árið 2011. Umferðin um Hellisheiði hefur aukist um 1,0% það sem af er sumri.

Umferðin í júlí hefur hins vegar aukist þó nokkuð mikið eða um 4,3% borin saman við sama tímabil árið 2011. Mest eykst umferðin á sunnudögum eða um 22% en hún dregst mest saman á þriðjudögum eða um 9%, sjá stöplarit.

Hvalfjörður

Meðalumferð hvern vikudag það sem af er sumri undir Hvalfjörðinn er að meðaltali minni eða stendur í stað eftir vikudögum, borin saman við sama tímabil árið 2011. Mest hefur umferð dregist saman á mánudögum eða um 7% en stendur í stað á föstu- og laugardögum. Umferðin um Hvalfjörðinn hefur dregist saman um 1,9% það sem af er sumri.

Umferðin, fyrstu dagana í júlí hefur dregist mikið saman eða um 7,0% borin saman við sama tímabil árið 2011. Umferðin dregst saman alla vikudaga nema miðviku- og fimmtudaga en þá daga eykst umferðin lítillega eða 1% en dregst mest saman á sunnudögum um 13%, í júlí.

Athugið að samanburðartímabilið í júlí er einungis 8 dagar.