Fréttir
  • Búast má við umferðartöfum sökum framkvæmda

Mikið um framkvæmdir í Reykjavík mánudag og þriðjudag

vegfarendur hvattir til að kynna sér framkvæmdirnar

9.7.2012

Óvenju mikið er um stórar og miklar viðhaldsframkvæmdir í höfðuborginni í dag mánudag og á morgun þriðjudag. Í dag er unnið að malbikun á Kringlumýrarbraur á einni akrein og má búast við töfum þess vegna. Einnig er unnið við fræsingar á mislægu gatnamótunum í Mjódd. Þeim gatnamótum verður síðan lokað kl. 21:00 fram eftir nóttu meðan makbikað verður, hjáleiðir verðar vel merktar.

Í kvöld verður svo unnið við fræsingar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og má búast við töluverðum töfum, þær framkvæmdir hefjast kl. 21:00. Malbikað verður síðan á þriðjudagskvöld og þá nótt og verða gatnamótin þá lokuð. Bent er á hjáleiðir í báðum tilvikum. Frekari upplýsingar er að finna hér neðar á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook