Fréttir
  • Hvalfjörður - umferðin 1. til 17. júní
  • Samlögð meðalumferð - 1. til 17. júní
  • Hellisheiði - umferðin 1. til 17. júní

Meiri sumarumferð

aukning í sumarumferðinni í júníbyrjun

19.6.2012

Ekki verður annað séð af tölum um umferðina út frá Reykjavík, um Hvalfjörð og um Hellisheiði, en að umferðin gæti almennt verið að aukast. Umferðin fyrstu tvær vikurnar í júni eykst þannig um 1,8 prósent um Hellisheiði og um 2,6 prósent um Hvalfjörð. Þetta gæti verið vísbending um að aukning verði á sumarumferðinni.

 

Framsetning Vegagerðarinnar á umferðinni í sumar er breytt frá fyrri árum svo sem boðað var í sumarlok í fyrra. Þannig verða bornar saman vikurnar heilar, en ekki helgar likt og áður var gert. Og einnig miðað við umferðina úr og á höfuðborgarsvæðið með því að miða við þessa tvo talningarstaði.

 

Samantekt:

Þegar rúmlega tvær vikur eru liðnar af júní er áætlað að umferð um Hellisheiði hafi aukist um 1,8%, borin saman við sama tímabil árið 2011.

Fyrir sama tímabil hefur umferð um Hvalfjarðargöng aukist mun meira eða um 2,6%.

Samtals má ætla að umferð hafi aukist um 2,2% árið 2012 miðað við sama tímabil í fyrra.

Fyrstu tvær vikurnar í júní sýna að umferð um Hellisheiði hafi aukist á miðviku-, föstu-, laugar- og sunnudögum, en dregist saman á mánu-, þriðju-, og fimmtudögum. Eins og meðfylgjandi stöplarit sýnir. Hlutfallslega verður mest aukning á miðvikudögum eða 43% meðan hún dregst saman um 17% á mánudögum.

 

Hellisheiði - umferðin 1. til 17. júní 

 

Sama mynstur sést í Hvalfirði þar sem umferð eykst á sömu dögum eða miðviku-, föstu-, laugar- og sunnudögum, en dregist saman á mánu-, þriðju-, og fimmtudögum. Umferð eykst hlutfallslega mest á miðvikudögum eða 39% meðan hún dregst saman um 14% á mánudögum.

 

 Hvalfjörður - umferðin 1. til 17. júní

 


Þegar niðurstöður eru teknar saman og vegið meðaltal, reiknað út fyrir báða staði, má sjá litlar breytingar á stöplaritum þ.e.a.s. umferðarmynstrið er keimlíkt. Síðasta stöplaritið sýnir því eingöngu hlutfallslegan mismun milli vikudaga nú í ár borið saman við síðasta ár, fyrir áðurnefnt tímabil.


Eins og sést á þessu síðasta stöplariti þá eykst umferð, hlutfallslega mest, á miðvikudögum eða 41% en umferð á mánudögum dregst mest saman eða 15%.

Þótt lítið sé e.t.v. að marka svo stutt tímabil vekur það eftirtekt hversu mikið umferð virðist vera að aukast á miðvikudögum, af einhverjum orsökum. 

 

 Samlögð meðalumferð - 1. til 17. júní

 

Hafa verður í huga að Hvítasunna, sem jafnan er stór ferðahelgi, var 12. júní 2011 en var 27. maí 2012. Hvítasunna er því inn í tölum frá síðasta ári en ekki nú í ár.

Þessar fyrstu niðurstöður gefa því e.t.v. vísbendingar um að meiri umferð verði á þjóðvegum landsins nú í sumar en var á síðasta ári.