Fréttir
  • Spá fyrir 2012 miðað við umferðina í maí
  • Umferðin, nýjast maí 2012

Töluverð aukning á umferð í maí

Umferð aukist í þrjá mánuði af fimm en mikil minnkun í janúar dregur meðaltalið niður

1.6.2012

Umferðin í nýliðnum maí-mánuði reyndist 1,3 prósenti meiri en í maí-mánuði í fyrra og hefur umferðin ekki aukist meira í einum mánuði það sem af er ári fyrir utan mars-mánuð. Í reynd hefur umferðin aukist í þrjá mánuði af fyrstu fimm mánuðum ársins. Eigi að síður er samdrátturinn þessa mánuði eitt prósent. Það skýrist af mjög miklum samdrætti í janúar.

Miðað við þetta spáir Vegagerðin því að umferðin dragist saman um þrjú prósent í ár og verði sú sama og hún var árið 2005. Fyrirvara ber að hafa við það, sérstaklega í ljósi janúarmánuðar, en umferðamestu mánuðir ársins eru framundan.

 

Milli mánaða 2011 og 2012:Umferð jókst um 1,3% milli maí mánaða. Þetta er næst mesta hækkun milli einstakra mánaða, það sem af er ári. En áður hafði orðið 4% aukning milli mars mánaða.

Mest eykst umferð um Austurland eða 13,2% en minnst við höfuðborgarsvæðið en þar varð 0,3% samdráttur.

Umferð um Hellisheiði stóð nánast í stað miðað við sama mánuð í fyrra en aðeins 0,1% aukning átti sér stað en 3,3% aukning varð um Hvalfjarðargöng.

 

Það sem af er ári milli áranna 2011 og 2012:

Þrátt fyrir að umferð hafi aukist í þremur mánuðum af fimm það sem af er ári hefur umferð dregist saman um 1%. Ástæða þess er fyrst og fremst afar mikill samdráttur í janúar á þessu ári.

Mest hefur umferð aukist á Austurlandi eða um 7% en mesti samdrátturinn er við höfuðborgarsvæðið eða 1,5%.

Umferð hefur dregist saman um 1,4% á Hellisheiði og svipaður samdráttur er í Hvalfjarðargöngum frá áramótum eða 1,5% samdráttur.

 

 

SamanbMai2012

 

 

Horfur út árið 2012

Vegna mikilla sveiflna í umferð upphafi árs var horfið frá því að birta spá út árið, fyrr en lengra væri liðið á árið.

Að loknum maí er líklega óhætt að birta hverjar séu horfur út árið sé tekið mið af þróun undanfarinna ára.

Nú stefnir í að umferð á 16 lykilteljurum, sem þykja gefa góða vísbendingu um heildarþróun á landinu öllu, verði um 3% minni en hún var á síðasta ári. Er það nokkuð mikið sé tekið mið af því hversu mikið umferð dróst saman á síðasta ári.

Samvæmt línuriti um uppsafnaða umferð og línuriti er sýnir vísitölu heildarumferðar sést að í ár stefnir umferðarmagnið í að vera nákvæmlega það sama og árið 2005.

Mikið veltur hins vegar á því hvernig tveir næstu mánuðir koma út, því rétt að hafa allan fyrirvara á þessum tölum.

Talnaefni

 

Athugið: Allar umferðartölur árið 2012 eru grófrýnd gögn sem gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð í byrjun næsta árs.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook