Fréttir
  • Hvað viltu helst bæta á þjóðvegum landsins að vetrarlagi?
  • Finnst þér hálkuvarnir á þjóðvegum landsins vera fullnægjandi eða ófullnægjandi?
  • Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varstu með símsvörunina hjá Vegagerðinni?
  • Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Vegagerðinni?

Flestir vilja breikka vegina

viðhorfskönnun um þjóðvegi landsins

14.5.2012

Tæplega þriðjungur aðspurðra vilja breikka vegi eða tvöfalda akreinar, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Maskína hefur unnið fyrir Vegagerðiina. Þá vilja um 17 prósent bæta vegina eða slitlagið, um 13 prósent bæta mokstur og 10 prósent auka hálkuvarnir. Fyrir tveimur árum vildu meira en 4 af hverjum tíu auka hálkuvarnirnar.

Svipað margir eru jákvæðir gagnvart Vegagerðinni og í síðustu könnunum eða tæp 60 prósent, tæp 11 prósent eru hinsvegar frekar eða mjög neikvæð. Átta af hverjum tíu hefur á síðstliðnum tólf mánuðum leitað upplýsinga hjá Vegagerðinni.

Um 66 prósent segjast vera örugg á þjóvegum landsins, 18 prósent hvorki né en rúm 16 prósent telja sig óörugg. Þetta er svipað og í síðustu könnunum. Þeim fækkar sem telja að kantstikur og yfirborðsmerkingar séu fullnægjandi en 24 prósent telja þær ófullnægjandi. Heldur færri en áður telja hálkuvarnir fullnægjandi en heldur fleiri eru ánægðir með snjómoksturinn.

Þeim fjölgar sífellt sem leita eftir upplýsingum hjá Vegagerðinni. 80 prósent sögðust hafa gert það síðastliðna tólf mánuði og af þeim höfðu nærri 90 prósent farið á heimasíðu Vegagerðarinnar til þess. Líkt og undanfarin misseri eru meira en 90 prósetn ánægð með símsvörunina hjá Vegagerðinni og eru það 92 prósent í þessari könnun.

Sjá könnun Maskínu í heild sinni.