Fréttir
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift
  • Almenningssamgöngur efldar - undirskrift

Almenningssamgöngur efldar

skrifað undir samning um tíu ára tilraunaverkefni

7.5.2012

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu í dag 7. maí undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Tilgangur verkefnisins er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Meginmarkmið og tilgangur tilraunaverkefnisins er m.a. eftirfarandi:

A.m.k. að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu á samningstímanum.

Að vinna að lækkun á samgöngukostnaði heimila og samfélagsins vegna umferðar og umferðarslysa.

Að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.

Að skapa forsendur til frestunar á stórum framkvæmdum í samgöngumannvirkjum með öflugri almenningssamgöngum sem dragi úr vexti bílaumferðar á stofnbrautakerfinu á annatímum.

Í samningaviðræðum hefur verið gengið út frá því að viljayfirlýsingin frá september 2011 standi óbreytt, að ríkið leggi 1.000 milljónir króna á ári í tíu ár í verkefnið, alls 10 milljarða króna. Til SSH fari 90% af þeirri fjárhæð og 10% í rekstur almenningssamgangna milli höfuðborgar­svæðisins og byggðakjarna á áhrifasvæði þess að undangengnum samningum við viðkomandi landshlutasamtök sveitarfélaga.

Sjá fréttatilkynningu